- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Andet Bind. 1885 /
136

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um Skíðarimu (Finnr Jonsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Um Skíðarimu.



Til elztu og merkustu rímna íslenzkra er Skíðaríma
jafnaðarlega talin. Hún hefir tvisvar verið prentuð; fyrst gaf dr. Konráð
Maurer hana út í "Abhandlungen d. k. bayer. Akademie d. W. I.
Cl. XII Bd. I. Abth." 1869, og í annað sinn Th. Wisén i „Carmina
Norrœna“.1 Maurer hefir svo skýrt og greinilega sagt frá efni
rímunnar, hver tilgangur skáldsins hafi verið, hver muni hafa ort
hana og á hvaða tíma hann hafi lifað, að jeg hefi þar engu við að
auka, en leyfi mjer að vísa öllum til þess, er rannsaka vilja það mál.

Maurer hefir prentað rímuna eptir handriti, er hann fjekk hjá
hr. Guðbrandi Yigfússsyni; þetta handrit er að sögn ritað eptir
öðru, er á var ritaður nökkur orðamunur milli línanna. Eptir
hverju handriti hr. Wisén hefir farið, er mjer ókunnugt, því að
annar hluti af Carmm. norr. er enn óútkominn, en meginmálið og
erindaskipun er þar alveg sem hjá Maurer, nema fáein orð eru
öðru vísi.

Pað er auðvitað, að útgáfur af Skiðarimu geta ekki verið eða
aldrei orðið fullkomnar, þar eð öll þau handrit af henni, sem kunn
eru, eru eigi eldri en frá þessari öld eða síðara hluta fyrri aldar.
Fyrir því hygg jeg, að það sje fyrirhafnarinnar vert, að birta á
prenti allt það, sem leitt getur til leiðrjettingar og umbóta á máli
rímunnar, skipun erindanna og öðru. Jeg vil því nú leyfa mjer að
skýra hjer frá orðamun við Skiðarimu, sem er í handriti, er jeg hefi
sjálfur skrifað, þegar jeg var barn, eptir öðru handriti sem jeg
nú man ekkert um, hvorki um aldur þess nje hönd. Petta handrit
er í mjög mörgu frá brugðið rímunni, eins og hun er prentuð, eigi
að eins að því, er tekur til einstakra orða, heldur og vísuorða og
jafnvel heilla erinda, eins og siðar mun sjá mega. Eeyndar er margt
af þeim afbrigðum, sem í handritinu eru, þýðingarlaust, af því að
þau eru auðsjáanlega tilraunir ritarans til að fá rím, þar sem það
vantaði eptir hans framburði, eða þar sem hann sýnist ekki að hafa
getað lesið frumritið. Pannig hljóðar 5. erindi (í bok Wiséns) svo
í mínu handriti:

1 Síðan þetta var ritað, hefir dr. Guðbrandur Vigfusson gefið hana út fc
Corpus poeticum boreale II, 396-407.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:23 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1885/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free