- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tredie Bind. 1886 /
367

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði (Jón Þorkelsson) - - I. Vísnaflokkur Bergsteins Þorvaldssonar

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

sem höfundar ekki þekkjast að. Fra 19. öld. eru og til
kappakvæði eptir ýmsa, en þau hafa, eins og auðvitað er, lítla sem
enga þýðingu.
I.
Vísnaflokkur
Bergsteins Þorvaldssonar.



rétta kvæði finst nú að eins meðal íslenzkra handríta í
ríkis-bókasafninu í Stokkhólmi Nr. 64 Fol. chart. bis. 13-18. með
hendi Jóns Eggertssonar (d. 1689). Höfundur þess Bergsteinn
Porvaldsson er eflaust hinn sami og Bergsteinn blindi. Jón
Borg-firðingur telur Bergstein blinda Porvalds s ön, en það er því miður
ekki hægt að sjá hvað hann hefur þar við að styðjast, þvi að
hann færir engar ástæður fyrir því, eins það og væri alkunnugt að
hann væri Porvaldsson. En það er það einmitt ekki, og mér
vitan-lega finst föðurnafns hans ekki getið nema í þessu handriti, og
þad væri því gaman að sjá hvað án Jón hefur sitt annar stað ar frá,
en héðan. En hins vegar tel eg það eingan efa að þessi
Bergsteinn Porvaldsson og Bergsteinn blindi sé einn og sami maður.
]?ví að alt frá 1400 og niður til vorra tíma er ekkert skáld kunnugt
med því nafni annað. Pað er talið að Bergsteinn blindi hafi verið
uppi á dögum Jóns biskups Arasonar, hér um bil samtíða Sigurði
blinda og Rögnvaldi blinda; þó telur Jón Borgfirðingur hann eldri
en þá og setur, að hann hafi verið uppi fyrir og um 1500. En
hvað til þess ber, er heldur ekki hægt að sjá; þvert á móti benda
kvæði Bergsteins til þess, að þau sé í við yngri en Sigurðar blinda.
Eg tel svo, að hann hafi verið uppi fyrir og um miðbik 16 aldar.
Seinast er sagt að Bergsteinn hafi verið á Höll1 í þverárhlíð.
Hann á að hafa haldið sér uppi hjá heldri mönnum á því að vera
að yrkja. Einkum á hann að hafa hafst við í Eangárvalla og
Ar-ness sýsluin og á Sudurnesjum. Hann á að hafa þótstvera blindur
en ekki verið það. Sagt er honum hafi þótt gott i staupinu,
og að hann hafi verið glettinn við búðarlokur, og eigna sumir
honum þessa visu um kaupmann í Keflavik eða Eyrarbakka, þegar
hann neitaði Bergsteini um brennivín:

Eg krefst þess af þér, sem kaupmaðurinn gaf þér
þinn kölski og fjandi

í ámuna farðu óstöðvandi

og af henni sviptu hverju bandi.2
Bergsteini er eignað þetta:

1 prentvilla Hóli i Bps II. 570.

Sogn forsteins stud. jur. Erlingssonar 5/8 85 úr Fljótshlíð eptir
~ "’ "..... n Annars eigna sumir vísuna PorÖi


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:44 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1886/0371.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free