- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
32

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32

Pas sat solten

umb Sigurfe, Góðr. IT,ii, og

es sårla satk

y f er (rjet umb) Sigur]je, sst, 12.

37. er.

Petta erindi hefur enginn haft neitt að athuga við, ekki
einu sinni Müllenhoff. Pessi kafli kvæðisins, sem byrjar með
36. er., og nær að 41. er. er, eins og Müllenhoff hefur
rjett-lega skýrt hann, um hræðilega hluti í heiminum, sem benda
til hinna síðustu og vestu tíma, ragnarøkrs. En hvernig kemur
efni þessa erindis heim við það, sem undan er og eftir fer?
Visan er um 2 sali dvergs (Sindra) og jötuns (Brimis); þeir
eru (víst báðir) úr gulli, og eru drykkjusalir og þvígleðinnar
bústaður, en hvað hræðilegt er í því? í hverju verður
þessum sölum, sem ekkert illt er um sagt, líkt við þann säl
á Náströndu, sem næstu vísur geta? Nei, vísunni er
auðsjá-anlega skotið hjer inn. Af því að næstu vísur eru um säl,
hefur einhver haldið, að hjer í spánni hefði upprunalega
verið talað um fleiri en einn säl, og bætt við þessari salvísu,
sem hann hefur kunnað, á líkan hátt og átti sjer stað um
margar af hinum óupprunalegu vísum í fyrsta kafla spánnar.

39. er.

í þessari vísu eru 10 orð. Sv. Grundtvig og Müllenhoff
hafa álitið, að 5. og 6. orð ætti að taka burt, en Dietrich, að
9. og 10. Grundtvig hjelt og, að 4 síðustu orðin væri síðari
helmingur, hinn íyrri týndur. í Snorra-Eddu (I, 200) eru
tilforð 4 fyrstu vísuorðin sjer; 5-6 vantar þar; svo koma
7-8 rjett á eftir með fyrirsögninni: en í Hvergelmi er verst.
Petta kemur mjer til þess að ætla, að hjer eigi lítið eitt
öðruvísi að líta á málið. Jeg verð þá fyrst að telja það
víst, að fyrstu 6 vísuorðin eigi saman, og að tvö síðustu
vanti, sjeu týnd. Glapníng eyrarúnu hefur verið álitinn stór-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free