Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
53
sambandi við þessa visu stendur stúfurinn 65. Hann er
auðsjáanlega áframhald af hugsuninni í 63, og fellur og
stendur með því.
64. er*
hverr á að fylgja 3. vísuorði.
65. er.
sjá við 63.
66. og 67. er
Jeg hygg, að Müllenhoff (D. Á. V, 257-8) hafi eigi gætt
nógu vel að sambandi því, sem hjer er, ekki að eins milli
62 og 64, heldur og milli 64 og 68. Erindin 66 og 67 slita
sundur efnið að því er jeg fæ bezt sjeð, á mjög
tilfinnan-legan hátt, í þeim er talað um vináttu og gestkomu, sem
alls ekkert snertir þenna kafla, heldur einmitt þann fyrsta, en
þeim verður þó hvergi skotið þar inn. Mótsetningin milli
ein-stæðingsins og ríkismannsins kemur hjer alls engin fram.
Pär á móti kemur 68 sem beint áframhald af hugsuninni
í 62. og 64.
68. er.
í þessari vísu eru taldir upp þeir hlutir, sem beztir eru?
og sem eru sameiginlegir fyrir alla, hvort sem þeir eru ríki r
(64) eða fátækir (62). "Paðergott að vera ríkur, en þó því
að eins, að maður fari ekki illa með ríki sitt, og því að eins,
að menn hafi önnur almenn gæði, sem hver einstæðingurinn
getur haft og hefur. ]?ess vegna er og heldur eingin ástæða
fyrir ríkismanninn að hroka sjer upp, vegnaþess ríkis, sem
hann af tilviljun áa. P etta er sambandið milli 62. 64. 68.
Pessar vísur eru óaðskiljanlegar.
Sjálf vísan hygg jeg sje miður rjett prentuð i sumum
bókum, og eigi að vera svo (smbr. Hildebrands bok):
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>