- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
266

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði, forts. (Jon Þorkelsson) - - II. Fjósaríma Þórðar Magnússonar á Strjúgi

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

266

ærið skær er Óðins fljóð,
aldýrt valdi kvinnu.

AMagn. Nr. 166. Svo A. (fremst).

166. Svo B.
ÍBfél Nr. 13. Svo.

20. Sumir eigna Þórði á Strjúgi vísuna:

Eg krefst þess af þér, sem kaupmaðurinn gaf þér &c.
(Sjá Arkiv f. nord. Filol. III. 357).

21. Ein af hinum Ijóðuðu tóustefnum er eignuð Þórði.

22. Vísa, sem Þórður kvað hina síðustu hvítasunnu, er hann lifði:

Kær bið eg ráði Kristur því

kongurinn öllum meiri,

hvort eg lifi heimi í

hvítasunnur fleiri.

GKonráðss. kap. 29.

Fleira enn hér er greint hef eg ekki með neinni vissu séð
eignað Þorði, í Bibi. Bodi. Collect. FMagn. Nr. 6. Fol. Fase.
III, og Nr. 74. 4to eiga að vera kvæði eptir Þórð, en til þeirra
hef eg ekki náð.

Það er almenn sögn, að Þórður hafi leingi seinna part æfi
sinnar verið líkþrár og hafi sú veiki leitt hann til dauða. Hann
hefur altaf verið talinn eitt hið ágætasta skáld. Pall Vídalín
lögmaður, (d. 1727), sem var eitt hið besta skáld, sem verið
hefur á íslandi og fanst því ekki til um alt af því tagi, kvað
svo um skaldskap Þórðar:

Pórður undan ärnar hramm

aldrei hreytti leiri,

skaraði hann langt úr skáldum fram

sem skirast gull af eiri.

Hvort Þórður hafi verið drykkjumaður, er nú ekki auðvelt að
vita fyrir víst. En í tíð Páls Vídalíns er svo að sjá sem
sagnir hafi geingið um það, því að eitt sinn er lögmaður reið
fyrir neðan Strjúg í Langadal, þar sem Pórður hafði búið, er
sagt hann hafi litið heim og kveðið vísu þessa;

Aptur og fram um Asgarð fló

Oðinn vængja bjúgi,

meðan hann Þórður þarna bjó

þá draup vín á Strjúgi.

Tilefni til kvæðis þessa, er hér fer á eptir og sem er svo
merki-legt, þar það sýnir/ glögglega hverja þekking ómentaður, en
skýr bóndamaður á íslandi hafði á 16. öld á hinum fornu sögum,
er það, að maður gerði sér ferð á annan bæ til þess að heimta
skuld að öðrum manni, eins og sjálft kvæðið sýnir. Hitti
að-komumaður hinn í fjósi, og samdi þeim ekki betur en svo, að
það lenti í áflogum inni í fiósinu og varð að skilja þá. Hefur
Pórði þótt þeim farast nokkuð tuddalega og gert skop að öllu
saman, og líkir þeim við tvær kempur og ber þá saman við

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0270.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free