- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
163

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Jón Þorkelsson: Nekrolog öfver Guðbrandur Vigfússon

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nekrolog över Guðbrandur Vigfússon. 163

Dauðamein sitt tók Dr. Guðbrandur, að sögn Mr. Powells (The Academy
23. Febr. 89), í haust, eð var um Mikkjálsmessuskeið; var það krabbamein í
lifrinni. Hann þjáðist lítt en rann, mjög, og svo segir Powell í bréfi til
merks manns og vinar Dr. Guðbrands, Justizráðs Chr. Bruuns, er hefir verið
svo velvildarfullur að sýna mér það bréf, að eigi hafi hann trúað því, að
þetta mundi draga hann til dauða. Því hefði eg og ekki trúað þó mér hefði
sagt verið, að hann ætti svo skamt eptir, er eg sá hann síðast, því það var
ekki að sjá á honum annað en hann væri ungur maður um þrítugsaldur.
Ekkert hár; farið að grana og eingan lúa á honum að sjá. En hann hafði
líka verið dæmafár reglumaður alla æfi; bragðaði varla vín og tóbak hafði
aldrei nærri hans vitum komið; hann hreifði sig auk þess reglufast á
hverjum degi. Hann var ókvæntur maður alla æfi og var aldrei við kvenmann
kendur.

Oxf. 22/s 187°- Þjóð. XXIII, 1870, bls. 14 (sbr. bls. 22). - 9. Um moðmálsbréfið
(með Hjaltalín rektor) dags. Oxf. 15/9 1871. Þjóð. XXIII, 1871, bls. 185 (sbr.
athugagr. frá Jóni Guðmundssyni um sama í Þjóð. XXIV, 1872. bls. 49). -
10. Um biblíumálið til Jóns Guðmundssonar dags. Oxf. 29/6 1872 Þjóð. XXIV,
1872, bls. 152-53. - 11. Útlendar fréttir til Þjóðólfs 1862-72. Eg er reyndar
ekki alveg viss um, að eg þekki rétt úr alla hans fréttapistla, því bæði skrifuðu
þeir við og við útlendar fréttir frá Englandi roktor Jón Hjaltalín og Eríkur
Magnússon, og svo stendur ekki alténd nafn við fréttapistlana frá
Kaupmannahöfn. Vona eg hlutaðeigandi mikilsvirtir menn leiðrétti ef eg geri
þeim rangt til. 1. Þjóð. XIV, 1862, 54-57; 2. Þjóð. ib. 131 -33 (dags. 12/7 62);
3. Þjóð. XV, 1862,12-14 (dags. 28/10 62); 4. Þjóð. XV, 1862, 89-91 (dags. 10/3
63); 5. Þjóð. ib. 113-114 (dags. 7/5 63); 6. Þjóð. ib. 138-140 (dags. 10/6 63);
7. Þjóð. ib. 163-64 (dags. 14/7’-63); 8. Þjóð. ib. 185-87 (dags. 18/9 63); 9. Þjóð.
XVI, 1863, 11-12 (dags. 2/lt 63); 10. Þjóð. XVI, 1864-, 86, 89-90 (dags. 30/3
64-); 11. Þjóð. ib. 117-120 (dags. 26/5 64); 12. Þjóð. ib. 148-152 (dags.21/, 64);
13. Þjóð. ib. 177-79 (dags. 28/8 64); [í Þjóðólfi XVI, 1864, 26. Okt. bls. 193
getur Jón Guðmundsson þess, að nú hafi svo illa viljað til, að fréttaritari
sinn Guðbrandur Kand. Vigfússon hafi farið til Englands svo hann hafi
engar fréttir getað feingið í þetta skipti.] 14. Þjóð. XVII, 1865, 95-97 (dags.
í Lundúnum 5/3 65); 15. Þjóð. ib. 119-120 (dags. 11/4 1865); 16. Þjóð. ib. 152
-154 (dags. 24/7 65); 17. Þjóð. XVIII, 1866, 108-110 (dags. 21/4 66); 18. Þjóð.
ib. 141-143 (dags. í Lundúnum 13/7 66) [þetta mun síðasti pistill Guðbrands
frá Lundúnum; þær úti. fréttir, sem eru þar dagsettar upp frá þessu, munu
vera eptir rektor Hjaltalín]; 19. Þjóð. XIX. 1866, bls. 3-4 (dags, í Öxnafurðu
9/10 66); 20. Þjóð. XIX, 1867, 110-112 (dags. 26/4 67); 21. Þjóð. XIX, 1867,
173-75 (dags. 17/7 67); 22. Þjóð. ib. 178-80 (12/8 67); 23. Þjóð. XX, 1868. 136
-37, 141-42 (dags. 27/6 68); 24. Þjóð. XXII, 1870. 98-101, 106-107 (sbr. Svar
Péturs biskups út af biblíumálinu bls. 114-115, 117-118); 25. Þjóð. ib. 150
-152 (dgs.-2/6 70); 26. Þjóð. XXIII, 1871, 86-87 (dags. 9/3 1871); 27. Þjóð.
XXIV, 1872, 76-77 (dags. Oxford 28/2 72). - 12. Um nökkur blöð úr Hauksbók dags. í Kh. 26/5 64, Þjóðólfur XVI, 1864, 143 (sbr. XVII, 3-4). - 13. The
alleged famine in Iceland. Times 13. Okt. 1882. bls. 4. Þessi grein var þýdd
í Skuld 1882 bls. 102-103, 105-106 með athugasemdum, sem hefðu mátt
missa sig. Seinna skrifaði Guðbrandur aðra grein í Times um sama efni, en
hana hef eg ekki fundið.

Kaupmannahöfn næsta dag eptir Ambrosíusmessu 1889.

Jón Þorkelsson.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0167.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free