- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
142

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

142 J. Jónsson: "Hringr".

þar (Fms. V. 267-298). M er merkilegt, að Saxi lætr
einn af hinum fornu Danakonungum, Eymund (Omundus) að
nafni, vera sonarson Sigurðar konungs af Hringaríki og
mægjast við Hring konung af Hringaríki. Bendir þetta á
sömu ættarnöfn í forneskju, sem vér finnum síðar í þeirri
ættkvísl frá Haraldi hárfagra, sem taldi móðurkyn sitt til
Hringaríkis. Það er og athugavert, að sömu ættarnöfn finnast
meðal Svíakonunga á 9. og 10. öld, þar sem Adam frá
Brimum segir svo frá, að nálægt 936 hafi verið uppi
konungr sá í Bjarkey (Birca) í Svíþjóð, er Hringr hafi heitið,
og synir hans Eiríkr og Eymundr. Fyrir utan þennan Hring
Svíakonung og Upplendingakonungana, sem nú var getið,
finst varla neinn maðr með því nafni á 10. öldinni 1) nema
Hringr jarl á Bretlandi, er Egilssaga getr um, og nefndr er
líka í einni vísu Egils (55. kap.) 2). Hann átti bróður, sem
Áðils hét (s. st.), en það nafn finst varla annars staðar en á
Upplöndum (Aðils svarti og Aðils auðgi nefndir í
Fagrskinnu, Hringr Aðilsson (Ring Athylæ filius) hjá Saxa
(l. VIII. p. 381) við hliðina á Haraldi úr Þótni) að
fráteknum Aðils Uppsalakonungi, sem frægr er í forneskju. Það
er því líklegast, að bræðr þessir hafi verið af upplenzkri
höfðingja ætt, er eignazt hafi ríki fyrir vestan haf, rétt einsog
Óleifr hvíti og hans ættmenn, sem líka voru komnir frá

-

1) Hringr hinn hvíti af Sunnmæri er nefndr móðurbróður Ølvis hnúfu
í "Sögu skalda Haralds hárfagra" Fms. III. 69-76, en saga þessi er mjög
ýkt og forneskjublandin og viðburðirnir frá 9. öld.

2) Dr. Finnr Jónsson tekr gildar þær vísur Egils, er snerta orustu
Aðalsteins Englakonungs við þá Olaf, Hring og Aðils, að frátekinni þeirri
(v. 17.), sem nefnir orustustaðinn: "Víno nær" (Eg. 1888, XXIX bls.), en
hinsvegar virðist hann vilja draga "Olaf Skotakonung" frá þeirri orustu
til Brunanborgar-bardagans, er Simeon af Durham kennir við Wendune
(= Vínheiði), sem óvíst er að rétt sé, þvíað Simeon gat blandað: orustunum
saman eigi síðr en Egilssaga. Mun ekki "Vína" eiga að tákna fljótið Tyne
(Tina, sbr. Dwina = Vína), og orusta sú, sem Egilssaga segir frá, hafa staðið
nálægt bæ þeim, er nú heitir Aldstone Moor = Aðalsteins mór?
(sbr. "glapstígo lét gnóga
Goðrekr á mó troðna".)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free