- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
144

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

144 J. Jónsson: "Hringr".

kap.) gjörir hann að dóttursyni Haralds konungs granrauða
(grenska "Hv. Nor. b." II) föður Gyrðs (Yngl. 53. k.), þá
bendir það á samband hans við konunga í Víkinni eða þar
í grend (Döglinga, sem töldu meðal ættmanna sinna bæði
Gyrd og Álf enn gamla (Hyndluljód 18), sem Helgakviða
Hundingsbana I. 52 nefnir með Hrings sonum og Högna,
föður þeirra Dags og Braga (Helg. Hb. II)). Bæði Saxi og
Íslendingar kalla son Sigurðar hrings Ragnar og dönsku
konungatölin kalla Ragnar ýmist son Sigurðar eða Hrings (Jessen:
Undersög. 15-17). Hin elzta norræna drápa, sem nú er
til, er ort um Ragnar konung Sigurðarson af Braga gamla,
sem sjálfsagt hefir verið Norðmaðr, og er líklegast, að
Ragnarr sá, er hann kvað um, hafi haft vald yfir einhverjum
hluta Noregs. Nú var Ragnarr sonr Sigurðar hrings,
víkverskr að móðurætt (eptir sögn Ísl.) og átti marga frændr í
Noregi (Ragnarssaga IV. kap.) og Saxi lætr hann alast upp
í Noregi, og eptir að hann er orðinn Danakonungr, er það
hans fyrsta verk, að fara til Noregs til að hefna afa síns
(Sigurðar hrings) l) og dvelr hann þar þá í 3 ár (Sax. l. IX.
p. 441-42). Saga þeirra feðga Sigurðar hrings og Ragnars
er því margvíslega tengd við Noreg, og er það alt því máli
til styrkingar, að nafnið "Sigurðr hringr" sé als ekki sótt

-

1) Næst liggr að halda, að hin kynlega frásögn Saxa um fall Sigurðar
hrings (ens eldra) fyrir Frey Svíakonungi sé sprottin af ógreinilegum
munnmælum um það, að dauði Sigurðar hrings hafi staðið í einhverju sambandi
við Freysblót og kvennamál. Eptir sögn Íslendinga (Arngríms Jónssonar)
beið hann bana í viðreign við frændr ("goða"?) Freys (Álf og Yngva o:
Ynglinga, sbr. Yngl. 24), en Freysdýrkunin virðist síðar hafa orðið illa ræmd
(Sax. l. III. p. 120), enda gat það líka orðið tilefni sögn Saxa um ósæmilega
meðferð kvenna af Freys hálfu, að ófriðrinn milli Sigurðar hrings og
Ynglinga reis af konu (Álfsól) sem Sigurðr sá og lagði hug á við (Freys-)blót í
Skíringssal, en bræðr hennar meinuðu og réðu henni bana, svo að hún
kæmist ekki á vald Sigurði. Saxi lætr svo Ragnar hefna "afa" síns og fella Frey,
og hann feldi líka Álf ("Freys áttung") eptir sögn Íslendinga (Arngríms), en
faðir hans varð sár til ólífis í bardaganum við Álf (og Yngva), eins og
Sigurðr hringr
(enn yngri), faðir Ragnars, verðr hjá Saxa í bardaganum
við Hring frænda sinn (Sax. l. IX. p. 439-441).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0148.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free