- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Femtonde Bandet. Ny följd. Elfte Bandet. 1899 /
180

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Lota Knut = Knutr fundni (Jón Jónsson

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

180 Jón Jonsson: Lota Knut — Knútr lundni.

sig (Laxd. 55. k.1)). Lik voru og sveipud blæju (Atlamál
103), sem sýnist þá þýda líndúk (sbr. Eyrb. 51. k.), en
eptir Ól. s. Tr. 61. k. (Fms. I. 112—113) var þad líndúkr,
sem Knútr fundni var sveipadr, og var dúkrinn knýttr
sam-an á brjóstinu.

J>ótt nöfnin Loda-Knútr og Blæja finnist ad eins hjá
fáum sagnamönnum, og virdist hafa verid farin ad gleymast
á 12. öld, munu þau samt vera grundvöllr munnmælanna
um Knút fundna. |>au hafa þótt óvanaleg, og hafa menn
því spunnid sögur med ýmsum tilbreytingum út úr þeim;
einkum hafa menn reynt ad gjöra grein fyrir uppruna
nafnsins Knútr, sem einkennilegt var fyrir ætt Danakonunga og
vard mjög frægt med Dönum. Elzt þessara sagna mun vera
sú, er stendr hjá Sveini Akasyni, en útburdarsagan mun
seinna til komin, og svo hin önnur atridi, er hér hafa talin
verid. Eigi verdr fullyrt neitt um þad, hvort Knúts-nafnid
hefir komid upp medal Dana, eda verid adfengid frá
Sudr-mönnum (pjódverjum). Steenstrup hefir (Norm. II. 29) getid
um bréf, sem gjört er á Fríslandi 834, og hyggr ad Knútr
og Björn, sem eiga þar hlut ad máli, sé danskir menn,
bú-settir þar sydra, en Storm ætlar, ad þeir geti eins verid
þarlendir (frísneskir) menn, og visar til nafnsins "Chnuz" hjá
Almönnum á 6. öld. En hvad sem því lídr, þá virdist
mega rekja Knúts-nafnid í ætt Danakonunga (Knýtlinga) til
vikinganna á Frislandi á 9. öld, er unnu nordrhluta Eng-

1) "Hon (Gudrun Ósvifrsdóttir) hafdi knýtt um sik blæju ok váru i
mörk blá ok tröf fyrir enda". Helgi Hardbeinsson kernst þannig ad ordi
um barnid, er hun gengr med: "ek hygg ... at undir þessu blœjuhomi búi
minn höfudsbani". Sbr. ordatiltækid: "þykna undir belti" og frásögu Sveins
Ákasonar i Ser. r. Dan. I. 48: "Rex monuit, ut post partum cinguli sui
memor genitrix existeret. Quœ dum partus tempus implevisset, Nodi
allu-dens vocabulo, Kanutum appellavit". Barnburdargydjan Juno (Lucina) var
kend vid belti eda linda hjá Rómverjum, er hun köllud Cinxia (Cinctia), og
á Grikklandi er til þjódsaga um konu, sem gat eigi fætt, fyr en madrinn
leysti linda hennar (sjá "Nygræske Folkeeventyr", Kjöbenhavn 1864, 176
—178. bis.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:21:45 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1899/0188.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free