- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjuttonde Bandet. Ny följd. Trettonde Bandet. 1901 /
56

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

56

Jón Jónsson: Raknaslócti — Ragnarsslócti.

lægra landa inn í sögur frá fyrra hluta víkinga-aldarinnar,
þar sem hann sýnir fram á þad, ad "Ljáfvina" í sögu þeirra

Geirmund ar og Hámundar heljarskinns hafi hlotid ad vera

hernumin frá Yesturlöndum, en eigi Bjarmalandi. Hins vegar
hefir Joh. Steenstrup (Norm. I. 12—13) réttilega tekiá þad
fram, ad í Ynglingasögu, sem er elzta og skilríkasta sagan
um fornaldarmenn á undan víkinga-oldinni} er nálega ekkert
talad um herferdir til fjarlægra landa, heldur nær sú saga
ad eins til Nordurlanda og Austurvegs, og litid eitt til
Sax-lands, en ekkert til Yesturlanda, fyr en Ivarr vidfadmi kemur
til sögunnar *). Bad synast því miklar likur til þess, ad
eiganda "Raknarsslóda" sé heizt ad leita medal
víkingahöfd-ingja á 9. öld, og þá heldur fyr en sídar á öldinni.

Nú höfum vér áreidanlegar sögur af Ragnari nokkrum,

sem verid hefir einn af jörlum Háreks Danakonungs ens

eldra (f 854); fór hann herferd til Frakklands árid 845
med 120 skipum, sigldi upp eftir Signu og herjadi á Paris,
rændi þar medal annars kirkju Germanusar ens helga, og
kúgadi fé mikid af Frakkakonungi (Karli skðllótta). En
svo er sagt, ad margir a f víkingunum hafi ordid fyrir slysum
vid kirkjuránid, og fengid sidan hættulegan sjúkdóm
(blód-kreppu) og hafi Ragnarr dáid af þessu, eftir ad hann var
heim kominn, en ein helgisagan lætur hann verda blindan.

*) Saga Ivars viSfactma hefir ordid fyrir ýmsum åhrifum, bœdi af
fornam godsögnum og vikingasögum (sbr. ritgjörd mina i Ark. X. 146—147.
bis.) og þvi m& segja, að húii sé "mjög als i millurn" og ad suma leyti
nokkud tortryggileg, enda finst hún ad eins hjå Islendingum, og þvi segir
Steenstrup um hana: "Sagnet om Ivar .. • staar i en ulykkelig Forladthed"
(Norm. I. 12—18.), en eigi er þad nein furda, þótt islendingar hafi haft
glöggvari fr&sagnir af lvari en Danir, med þvi ad ýmsir islenzkir
höfd-ingjar töldu kyn sitt til hans, en fyrir Dönum lá. beinast vid ad skoda
hann sem útlendan yfirgangsmann og valdaræningja, enda virdist hann
skipa sama rum i sögusögn þeirra og Hinrik I. konungur å J)ýzkalandi
(Storm: Krit. Bidr. I. 118), sem yard Dönum yfirsterkari og þröngvadi kosti
þeirra ("Henricus Sax o ni æ rex" hjå Saxa i 1. bók, 88.—84. bis. samsvarar
"Sivarus Saxonicæ gentis nobilissimus" i 7. bók 859—60, sbr. Kot. ub. 209.
og Y. Bydberg: Germ. Myth. I. 111—114).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:22:34 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1901/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free