- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Andet Bind. 1885 /
139

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um Skíðarimu (Finnr Jonsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

139

Ski. aldrei ø (í ok) haft sem hof udstaf ur, og á þessum stað lætur
það afleitlega í eyrum.

19,2 seggi vestr um fjörðu MW seggi um vesturfjörðu F; og
það kynni að vera upphaflegra, sbr. ’vestursveitir’ í 16,2.

20.1 tekr MW rekr F. 4. vo. er í F svo: at morni þá vill
hann strjúka.

23.2 skólaust MW skólaus F. ’skólaus’ er hjer eitt rjett, hitt
hefir, held jeg, aldrei verið sagt; sbr. að ganga berfættur, haltur,
klæðlaus osfrv. 3. vo. er í F svo: ’þess hefir margur mikla þörf
og í 4. vo.: ’hefir í’ fyrir ’treystir* í MW. Upprunalega hefir 3. vo.:
að líkindum hljóðað svo: "þess hefir margur meiri þörf"; að
hehd-ingar sje hjer sama orðið í 1. og 3. vo. er fátítt, en á sjer þó
stöku sinnum stað; svo að jeg hygg að hjer sje engrar leiðrjettingar
þörf; þannig er í Skí. 109: sín : sín (’vin’ í 1. vo. er rangt að
ætlun minni) 128 þá : þá í F.

24,i úr skarpri MW af skorpinni F; 4. vo.: ’at lífi’ MW á lífi
F; svo er nú í hversdagslegu máli jafnaðarlega sagt, eins og í F
stendur; en ’á’ er líklega ekki annað en rangur framburður á ’að’
í þessu orði.

27.1 er í F svo: Risti hann ofan af mölum mitt. 2. vo.: síða
MW víða (það er: = breiða) F; 3. vo. er í F svo: halda menn
það hreint og kvitt, en er líklega óupphaflegra; 4. vo.: aldri MW
ekki F.

30,4 sjálfboðit MW sjálfboðinn F, sem mjer fyndist füllt eins
gott og upphaflegt.

32.2 goða MW slæða F. slæða þýðir Björn Halldórsson á
latínu rjettlega "negligenter projicere", og á það orð einkar vel við
á vörum Skíða; goða ’donare’ er of einfalt.

33,2 stóra skreppu ok mjúka MW; hjer er það allkynlegt, að
’Stulli’ skuli gefa Skíða skreppu; því að hann á eina áður (sbr. 10.
er.) og þar að auk á hann ’Smjörsvínið’ (13. er.); aptur á móti er
hjer eigi talað um, að Stulli hafi veitt honum næturgisting, sem hann
hefir þó sjálfsagt átt að gera; þetta leiðir til þess að yggja orðin í MW,
og álíta, að það sje rjett og upphaflegt, sem í F stendur: "og
stór-um gerði hjúka", með því líka að hjer stendur auðsjáanlega eldri
mynd þessa orðs; nú segjuni vjer "hjúkra."

35,2 byrðum MW, en í M er þess getið neðan máls, að það
eigi líklega að vera ’birgðum’ og svo er það ritað í F; en þó að
það væri nú eigi, væri það samt eitt rjett hjer. 3. vo.: þegninn
MW þegn eg F.

37,3: ei liggja á MW mjer lízt ei á F. í 4. vo. sleppir F
’um’ og hefir ’bykkju’ fyrir ’þykkju’.

41,4 setr nú at MW, setti það F og það hygg jeg sje rjettara.

45,i sofna MW sofa F, og sýnist það vera rjettara; í ’sofna’
liggur einmitt þetta "fara að"; sbr.t og Sn. E. L 148: "Pórr segir,
at þeir munu þá sofa ganga". - 13. vo. er ’undur’ í F.

46,8 enn illi MW með öllu F (’at öllu’ er orðamunur í M),

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:23 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1885/0143.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free