- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
267

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði, forts. (Jon Þorkelsson) - - II. Fjósaríma Þórðar Magnússonar á Strjúgi

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

267

hina fornu kappa, sem hann þekkir, og niðurstaðan verður það,
að eingir fyr en þeir hafi verið svo miklir bardagamenn, að
þeir hafi ekki eirt mönnum í fjósi. Þó yrkisefnið sé ekki mikið
og kvæðið ekki sérlega skáldlegt, hafa þó alt fram á þennan
dag ýmsar vísur úr því lifað í manna munni á íslandi, svo að
næstum hvert barn kann þær, svo sem:

Þórður hreða þegna vo &c. (14.)
Karlamagnús keisari dýr &c. (54.)
Rollant hjó með Dýrumdal &c. (55.)

án þess þó að vita hvar þær eiga heima.

Kvæðið finst nú á þessum stöðum, að svo miklu leyti, sem
mér er kunnugt, og skrifaði eg rímuna upp og bar saman
handritin, þegar eg var á Íslandi sumarið 1884:

Jons Árnasonar nafn III. B. 8vo pag. 256-61 = R; Jóns
Árnas, safn IX. B. 8vo pag. 207-217 = F; Jóns Árnasonar
safn X. B. 8vo pag. 24-34 = G (er með hendi Gísla
Kon-ráðssonar á yngri árum); Jóns safn Sigurðssonar Nr. 130. 4to
= L (afskript með hendi Páls Pálssonar úr Lambastaðabók
Jóns Árnasonar).

1. Hlýt eg enn, ef hlýtt er sögn,
hljóða mýkja strenginn,
gleðja fólk, en gleyma þögn,
glepji fyrir mér enginn.

2. Kvikna verður kvæða grein
af kveiking sónar vessa,
gaman, en ekki græska nein,
gengur mér til þessa.

3. Skemta nokkru skyldugt er
skötnum dökkva grímu;
út af litlu efni hér
eg vil smíða rímu.

4. Mín orð hvorki menn né frúr
mislíka sér láti,
nú skal ljóða nausti úr
Norðra hrinda báti.

Fyrirsögnin er svo sem hér fyrir framan í öllum hdrr., nema L,
sem hefur Fjósamannsríma. Öll handritin eigna Þórði Magnússyni á
Strjúgi rímuna. 1 1 Hlýt eg nú G; 31-2:

Skemtan býður skjaldan (r. skyldan) mér
skötnum dags um grímu. F.
43 hljóða nausti G;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0271.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free