- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
279

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði, forts. (Jon Þorkelsson) - - II. Fjósaríma Þórðar Magnússonar á Strjúgi

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

279

Hinar næstu eiga að vera eptir Sigurð Daðason (d. um
1820), en ekki veit eg hvar þær eru. Hinar þriðju eru eptir
’Guðmund Torfason ortar 1819, 7 að tölu. ]?ær byrja svo:

Englar Herjans allri af.
Nafnband: . . . auður Ijósa hilmis hér, Guðmundur

hauðurs flip a niður. Torfason

Pær finnast i safni Jóns Sigurðssonar.

Hinar fjórðu Orms rímur eru eptir Eirík Pálsson
Svarf-dæling af ætt séra Páls á Upsum (d. eptir 1860); eru þær 6
að tölu og byrja svo:

Víki mæðan vitrum frá.

IBfél. Nr. 424. 8vo (autogr.)

Hinar fimtu Orms rímur á eptir s ógn Einars Bjarnasonar
að hafa kveðið Jón Jonsson "langur" i Bug (Snæfellingur),
sem var enn á lífi 1812.

47. erindi. Pórður þekkir Hallfreð annaðhvort eptir hinni
eigin-legu Hallfreðarsögu, sem finst í Möðruvallabók, ellegar og öllu
heldur eptir Ólafs sögu Tryggvasonar. Hinar einu rímur af
Hallfreði, sem / sögur fara af eru ekki eldri en frá 18. old, og
eru ortar af Ärna Böðvarssyni 1759, og eru 12 að tölu.
Pær byrja svo:

Kom þú lystug hingað Hlökk,
Herjans meyjan rjóða,
andlitsfögur, aldrei dökk,
Yggjar horn að bjóða.1

IBfél. Nr. 168. 8vo (autogr.)
Elliðavatnsbók (autogr.; sjá siðar: erindi 54-65).

48. erindi. Víglund þekkir Pórður eptir sjálfri sögunni, því að
hinar einu rímur, sem ekki eru yngri en hann, væri rímur
sjálfs hans, ef hann hefur ort nokkrar Víglundarrímur (sbr. hér
að framan). Hinar elstu Víglundar rímur, sem nú þekkjast
eru ’Asgríms Magnússonar í Höfða (d. 1679); eru þær 15 að
tölu, og byrja svo:

Skortir ei þann skemtun lér

skjótar ástir kvenna.

Hann neínir sig sjálfan í fimtándu rímu. I?ær finnast í AM.
Nr. 614. 4to C. Nr. 142. 8vo, Nr. 152. 8vo ekki heilar), Ný
kgl. saml. Nr. 1 139. Fol. (eptir AM. 142. 8vo) með hendi
Teits Ólafssonar, IBfél. Nr. 200. 4to (ekki heilar), IBfél. Nr.
392. 8vo. Aðrar rímur af Víglundi eru eptir Sigurð
Breið-íjörð. Eleiri þekki eg ekki.

49. erindi. Kjartan Ólafsson þekkir Pórður annaðhvort eptir Ólafs
sögu Tryggvasonar eða Laxdælu sjálfri, og það tel eg líkara.

1 í 8. Vittalíns rímu stendur: 6. Sagnar ýmu skjaldan skorti / skrafiÖ
stundum leiða heim / Halfreðsrímur allvel orti / eitthvaÖ fundið
var a Ö þeim.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0283.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free