- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
156

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Jón Þorkelsson: Nekrolog öfver Guðbrandur Vigfússon

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Guðbrandur Vigfússon,

einn hinn afkastamesti og ágætasti maður í íslenzkum og norronum fræðum, lézt í Öxnafurðu á Englandi fimtudaginn 31. Janúar þ. á. Hann var
fæddur í Galtardal á Fellströnd í Dalasýslu á íslandi 1827 þriðjudaginn
síðastan í Gói, sem þá var hinn 13. Martz 1), en foreldrar hans bjuggu í
Galtardal, Innri- og Ytri-Fagradal, Stóraholti, Hvarfsdal og Frakkanesi. Faðir
hans var Vigfús Gíslason (f. 1801, d. 3. Martz 1867) stúdents á Ökrum (d.
1842), Vigfússonar sýslumanns í þingeyjarþingi, Jónssonar bónda á Eyrarlandi, Björnssonar sýslumanns á Bustarfelli (d. 1726), Péturssonar yngra,
Bjarnasonar sýslumanns á Bustarfelli (d. 1664), þess er var aldavinur
Brynjólfs biskups Sveinssonar, og voru þeir Bustfellingar komnir af Sveinbirni
þórðarsyni officialis í Múla (d. 1490) í beinan karllegg, og er þessi grein af
þeirri ætt kölluð Bustarfellsætt. Faðir Bjarna sýslumanns á Bustarfelli var
séra Oddur á Hofi í Vopnafirði (d. 1620), en faðir hans var þorkell Hallgrímsson, bróðir séra þorláks föður Guðbrands biskups á Hólum, og frá
Guðbrandi biskupi var Guðbrandur Vigfússon kominn í níunda lið, því Jón
Björnsson á Eyrarlandi átti Helgu Magnúsdóttur á Espihóli, Björnssonar
sýslumanns, Pálssonar sýslumanns, Guðbrandssonar. Kona Vigfúsar Gíslasonar,
en móðir Dr. Guðbrands var Haldóra Gísladóttir (f. 1793, d. 1866) prests
á Breiðabólstad á Skógaströnd (d. 1810), Ólafssonar biskups í Skálholti (d.
1753), Gíslasonar lögréttumanns í Njarðvík (d. 1707), og voru þeir frændur
. komnir að langfeðgatali af Gísla Sveinssyni sýslumanni á Miðfelli (d. 1577).
Foreldrar Dr. Guðbrands voru dávelefnuð 2), en í æsku hans tók afasystir
hans, Katrín Vigfúsdóttir, sem þá var ráðskona á Staðarfelli hjá Benedikt
Bogasyni hann að sér, sökum þess að hún hafði mætur á nafninu, því
sveinninn hét eptir Guðbrandi bróður hennar apótekara í Nesi við Seltjörn

1) þar sem annað stendur um hans fæðingarðag og fæðingarár, þá er
það rangt, þess má geta að Rithöfundatal Jóns Borgfirðings hefir réttan
fæðingardag og fæðingarár Guðbrands, og má annars eiga það, að það er
optast furðuáreiðanlegt í þeirri grein. Sigurður fornfræðingur, bróðir Dr.
Guðbrands, greinir fæðingardag og ár sem hér er gert. Fer eg hér og eptir
þeim upplýsingum, sem hann hefir velvildarfylst tjáð mér um fæðingarstað
og systkini þeirra bræðra og æsku Guðbrands.

2) Börn þeirra telur Sigurður bróðir hans þessi: 1. Hólmfriður f. 1824, lifir
enn og er ekkja og á tvær dætur giptar og býr vestur í Arnarfirði; 2. Dr.
Guðbrandur f. 13/3 1827; 3. Sigurður forngriparvörður í Reykjavík f. 8/9
1828; 4. Guðríður átti fyrst Sigurð bónda í Hörgshlíð og tvö börn, en síðan
þórarinn á Strandseljum í Ögursveit og búa þau þar enn. þrjú börn Vigfúsar
og Haldóru dóu ung (tveir Gíslar og Skúli).

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI VI, NY FÖLJD II.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0160.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free