- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Andet Bind. 1885 /
140

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um Skíðarimu (Finnr Jonsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

140

’með öllu’ sýnist vera upphaflegu orðin, og þau þýða : fullkomlega
(= det var Thor som lyslevende, á dönsku).

Á eptir 47. er. stendur í F (eins og í M) 50. er.: Kom osfrv;
og það mun vera rjettara, af því að þar eru talin rök til þess, að
Oðinn sendi Pór til þess að sækja úrskurðarmann, og svo (48-49
1-2) orsakirnar til þess, að Skíði og enginn annar skuli vera sóttur;
í 49,3-4 er svo stuttlega bón Óðins endurtekin.

48,i Frétt hefr hann MW Frjettum vjer F. 4. vo.: fríða W
prýða MF; skothending gæti hjer verið upprunaleg, en þó vil jeg
eigi leggja til, að svo sje lesið. - Jeg læt þess getið, að mjer
fynd-ist ’heimsins listir7 vera rjettara en "heimsins lystir", ’artes’ en ekki
"voluptates".

49,4 at sækja MW þú sækir F, sem er engu verra.

50,i Korn þar til MW. Hjer vantar "súbjektið" í ’kom7 og
’þar til’ svarar ekki til neins hvorki á undan nje eptir, og jeg þekki
engan líkan talshátt; af því hygg jeg, að það eitt sje rjett, sem í F
er: "Kom upp þras"; ’þras7 þýðir orðadeilu, þrætu, og hefir að
Kkindum verið borið fram með longu ö, þras, sbr. þrási, þræsur,
þræsinn, þræsingur; af sama orðstofni sem ’þrár7, og svo framvegis.
2. vo.: þeir (rjettara væri: er) skyldu MW þá skyldum F, og það
finnst mjer bezt. 3. vo.: auð ok seim MW; tvö orð sömu
merking-ar saman geta vel staðið, en fyllra og rjettara finnst mjer vera
’ærinn seim’ í F.

51,i raumrinn MW rumrinn F. í 2. vo. sleppir F ’ok7 og
fyrir ’þá7 í MW hefir það ’þó7, sem auðsjáanlega er rjettara.

52,3 frá ek at MW núna F. Annars finnst ’frá ek at7 í Skíðar.
ekki sett með núlegri tíð framsöguháttar (præs. indic.), heldur með
núl. tíð viðtengingarháttar (præs. conj.) 188,2; og með lýsingarorði
(adj.) þar sem nafnháttur (infin.) er undir skilinn) 55,4; með núl. tíð
nafnháttar (præs. infin.) 56,2 með þálegri tíð viðteng. h. (impf,
conj.) 40,4, 54,3, sem allt er altítt, en optast með þál. tíð frams. h.
(impf, indik.) 17,3; 86,3; 43,í; 44,í; 45,4; 52,í; núl. tíð frams. h.
er hjer fre mur óþýð, og þar að auk er það nokkuð kynlegt, að "frá
ek at*É stendur tvisvar í sama erindinu.

53,i Arka þeir á jökla austr W þeir á jökla arka (orka í M,
prentvilla?) austr MF; j í ’jökla’ getur eigi verið stuðull hjer,. því
að þá yrðu þeir þrír í sama vísuorðinu (á : j : au), og a í ’arka’
og au í ’austr7 standa of langt hvort frá öðru; fyrir því eru MF
rjettari hjer. 3-4 vo. eru svo í F miður rjett:
leiðsögn hafði liðuga hraustr
listir ei þó prýði.

54,i af Horni MW á Horn F; hið síðara myndi vera rjettara,
því að annars væri ’frá landi’ í 2. vo. endurtekning, sem hjer væri
hortyttur.

57,3-4 eru í F svo:

hvort sá maðr er með þjer fór
mundi lukku stýra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:23 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1885/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free