- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
40

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

40

að því er tekur til einst akr a erinda og skipunar þeirra. Pað
sem er aðfinningarverðast hjá Müllenhoff er það, aö hann
reynir að fá vissa vísna tölu fyrir hvern kvæðiskafla bæði
í V#losp9 og hjer, en slíkt verður með engri vissu gert,
af því að það vantar sjálfsagt erindi eitt og annað hjer og
hvar. Ekki hygg jeg heldur, að Müllenhofi hafi rjett í því
að ætla, að nafnið: Havamál heyri að eins þeim hlutanum
(kvæðinu) til, sem ella er kallaður Loddfáfnismál, en þar
um skal jeg tala siðar.

I. kvæði (1 - 77).
I. er.

Petta erindi finst, sem kunnugt er, og í upphafi
Gylfa-ginningar. Um leið og Gylfi gengur inn í Hávahöll, mælir
hann vísuna fyrir munni sjer. Fyrri helmingurinn eru 4 vo., en
þó að eins í R; í SnE eru að eins 3; um sltcföaz skyli vantar þar.
Petta vo. á og eflaust að fella burt, 1) af því að það er sömu
merkingar sem það næsta, 2) af því að það vantar í SnE; þetta
á enn fremur að fella burt, en ekki hið næsta, af því að skoðask
er almennara orð en skygnask. Að U sje rjettari hjer í fyrra
helmingnum, eins og dr. Mogk hyggur (Paul-Braunes Beitr.),
get jeg með engu móti fallizt á. Gáttir á hjer svo vel
við í munni manns, sem gengur gegnum hús, og apr né gan-gim
fram er málleysa. Heldur ekki er jeg á sama máli sem
G-uðbr. Vigfusson (Corp. poet. bor. I, 461), sem heldur, að
erindi þetta hafi ekki getað staðið hjer í öndverðu kvæðinu,
vegna þess að at ganga fram hljóti að merkja: aö ganga út
(og ekki: inn). Svo er talað nú á íslandi að vísu; en at ganga
fram þarf ekki að merkja neitt annað en að ganga áfram,
lengra fram, hvort sem það er út eða inn.

Þvíat í 5. (4) vo. á að fella burt; þess konar sambandsorð
(orsakar ór Ö) eru yfir höfuð að tala ekki upprunaleg í þessum
fornkvæðum, nema á stöku stað. Enn fremur á at vita að
falla burt. Orðin gera vísuorðið of langt, og þar að ank

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free