- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
57

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

57

hans. Naskylt gestinum er maður, sem kemur í kynni (4-7);
Pessi maður hegðar sjer á mismunandi hátt, alJt eftir því, sem
hann er viti borinn; þar af leiðist skáld ið til þess að tala
um månvit og heimsku (8-26). Að síðustu er talað um, til
hverra menn eigi helzt að leita í kynni (27 og 28).

Annar kafli. Sjálfur læst gesturinn vera fátækur. Hann
veit því bezt, hvað særandi það er fyrir mann, að þurfa að
lifa á bónbjörgum og eiga engan að. Hann snýr sjer því nú
að fjelagslegu lífi, einkum að fjelagskap milli manna, sem
beztur er og sterkastur, tryggðinni, vináttunni, sem er
ómisssandi fyrir hinn fátæka mann (29-38). Mótsetningunni,
illri vináttu er svo lýst (39). Pá er um, hve lítið þurfi til
þess, að fá sjer vin (40 og 4lA Út úr þessu leiðist skáldið,
eins og áður er sýnt, að manvitinu sjálfu, hvað mikið það
eigi að vera, svo að vel sje og er það allt annað, en það,
sem talað er um manvitið í fyrsta kafla (42-45).

Priðji kafli. Fyrst eru gefnar reglur um hvatleik og
fram-taksemi i lifinu (46-48); svo sjerstaklega um órikan mann og
rikan, einkum að þvi er snertir samvistir þeirra og sambúð.
Hinn ríki þarf eigi að hreykja sjer eða láta mikið yfir sjer,
því að hann er dauðlegur; dauðinn er honum ríkari, þótt
rikur sje (49-54). Áframhald af skoðuninni á lífi c g dauða
(55 og 56) og síðast: að allt deyi, en þó lifi eftir orðstir
manns og dómur um mann (57 og 58). Petta er sama sem
aminning gestsins til áheyrandanna um, að hugsa um dóminn
og að lifa hjer svo, að dómurinn verði góður og ekki strangur.

Kvæðið er skoðun á lífi forferða vorra í fornöld og
hugsunarhætti þeirra, og um leið lýsinghvorstveggja, og er því
einkar merkilegt. Kvæðið er því í rauninni allt annað en
orðskviðasafn ("spruchgedicht").

En hver er nú gesturinn, sem hefur svo djúpa þekking á
mannlífinu, sem getur gefið svo mörgágæt ráð? Hjer hef jeg
að eins eitt svar: Óðinn. Enginn annar en Óðinn sjálfur býr
yfir allri þessari víðtæku speki. Müllenhoff hefur reyndar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free