Full resolution (TIFF)
- On this page / på denna sida
- Íslenzk Kappakvæði, forts. (Jon Þorkelsson)
- - II. Fjósaríma Þórðar Magnússonar á Strjúgi
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
Íslenzk Kappakvæði.
[1]
*
| II. |
| Fjósaríma |
| Þórðar Magnússonar á Strjúgi. |
Það, sem menn nú vita um höfund þessa kvæðis og þess næsta,
er að vísu nokkru ljósara en það, sem kunnugt er um Bergstein
blinda, en eigi að síður er það nokkuð valt og viðsjált. Um ætterni
Þórðar vita menn hreint ekkert annað en að hann var Magnússon,
og um tíma þann, sem hann var uppi á ber mönnum heldur ekki
alveg saman. Hálfdán Einarsson (Sciagr. p. 88) og Jón Ólafsson frá
Grunnavík (Add. Bibl. Univ. Hafn. Nr. 23. Fol.) segja, að Þórður
hafi verið á lífi um 1570. og munu þeir hafa það eptir rithöfundatali
Páls Vidalins. Sumstaðar i orðabók sinni og öðrum ritum segir
Jón, að Þórður hafi verið uppi um 1550. Gísli Konráðsson, faðir
Konráðs professors Gíslasonar, hinn fróðasti maður (d. 1877) hefur
skrifað þátt af Þórði skáldi á Strjúgi og Halli skáldi Magnússyni,
sem er enn óprentaður, og segir hann þar: "það má með sanni
segja, að Þórður lifði miklu leingur Halli (d. 1601); mun hann og
miklu yngri verið hafa, þá þeim bar saman í fyrstu, því það ritaði
Guðmundur prófastur Einarsson á Staðastað, að uppi væri Pórður
fyrir árið 1627, en hefði hann lifað nokkru leingur mætti ske, að
að sú sögn væri sönn, að kerling sú væri dottir hans, er kvaðst
[1] Sbr. Arkiv í. nord. Filol. III. 366-384. Það eru nokkrar prentvillur
i ritgjörð þeirri, sem þar er. þetta vil eg leiðrétta hér: s. 36612
a. n. útgefandum l. útgefandinn; 370, 7, 6: bóka l. búka; 371, 11, 2:
hvaður l. hraður; 373, 22, 8: hamingja l. hamingju; 374, 24, 8: græðu l.
græða; 378, athgr. 1 boina á að vera biorn; 381, 21 a. o.: Þorsteim l.
Þorstein; 383, 2 a. n.: sögn l. sögu 383, 7 l. a. o. 1683 l. 1689;
sömuleiðis s. 369, 9 a. ö. á ágúshnánuði l. í ágústmánuði. Auk þess finnast
þar fleiri smáprentvillur, svo sem: funnust f. fundust bls. 384, 3 a. n.;
d er víða haft fyrir ð vegna letureklu. Herra Cand. mag. Axel Olrik
hefur bent mér á, að eg hef gleymt að vísa til Danmarks gamle
Folkeviser III. 775 við Ormars rímur. Cand. philos. Sigurður L.
Jonasson hefur ennfremur bent mér á, að seinni útgáfan af
Ultarsrímum er ekki prentuð í Khöfn, heldur i Viðeyjarklaustri 1834.
Mag. Benedict Gröndal í Reykjavik hefur i bréfi til mín 6. febr. 1887,
auk þess, sem hann hefur bent mér á mart af hinum mörgu
prentvillum, skýrt mér frá, að hann hafi enn ekki ort nema 14 eða 15
Gaungu-Hrólfs rímur, en þær hafi upphaflega átt að vera 40 (sbr.
bls. 383).
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023
(aronsson)
(diff)
(history)
(download)
<< Previous
Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0255.html