- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
138

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

138 J. Jónsson: "Hringr".

Hrings-nafnið er í síðari munnmælasögum ýmist tengt við
Svíaríki eða Hringaríki, eða þó (sjaldnar?) við Danmörku.
Þannig er í Friðþjófssögu Hringr látinn vera Svía konungr
í annari meðferðinni (Fas. II. 115-135 í útg. V. Á.), en í
hinni konungr á Hringaríki. Í Þorsteins sögu Víkingssonar
(Fas. II.) er nefndr Hringr, fylkiskonungr í Svíaveldi
(Upplandi), og í sögu Herröðar og Bósa (Fas. III) Hringr
konungr í (Eystra-)Gautlandi, afi Þóru, er Ragnarr átti. Í Hrolfs
sögu Gautrekssonar (Fas. III) er getið um Hring konung í
Danmörku og Ingjald son hans, og í Illuga sögu
Gríðarfóstra (Fas. III.) er nefndr Hringr konungr (á Skáni) í
Danmörku, sonr Skjaldar, og Sigurðr sonr hans, er eignast dóttur
Ála konungs úr Álfheimum. Þessar sögur eru að vísu allar
mjög ýktar, eða algjörðar skröksögur, en þær sýna þó, að um
það leyti, sem þær mynduðust, hefir mönnum á Íslandi verið
minnisstætt nafn Hrings konungs 1), og sömuleiðis samband
hans við Hringaríki, Svíþjóð, Gautland og Danmörku, og
við Ingjald, Sigurð og Ragnar, og alt þetta verið rótgróið í
sögusögn þjóðarinnar.

Ennfremr er það athugavert, að synir Haralds hárfagra
og Álfhildar Hringsdóttur af Hringaríki eru nefndir Dagr,
Hringr og Ragnarr rykkill (Fms. I. 5, IV. 7, X. 196), með
því að það vísar til sambands nafnanna "Hringr" og
"Ragnarr" við Hringaríki (sbr. Hkr. 74. bls. H. hárf. 35. k.).
Nöfn þessi hafa síðan gengið í einni ættkvísl
Upplendingakonunga frá Haraldi hárfagra, því að á dögum Ólafs helga
eru nefndir (Fms. V. 268) þeir fóstbrœðr Eymunðr Hringsson
og Ragnarr Agnarsson, niðjar þeirra Hrings og Ragnars
rykkils, Haraldssona. Í þættinum "Hversu Noregr bygðist"

-

Þórir hjörtr Hkr. 157. bls., Þorsteinn surtr Íslb. 4. k., Þorkell máni Íslb.
5. k., Þorkell leifr Ln. 3.18].

1) Það er einkennilegt, að í öllum þessum sögum og ýmsum fleirum
er Hringr aldraðr maðr, og ekki sá, sem sagan gengr helzt af, heldr optast
faðir einhvers sögukappans, sem verðr föðurnum frægri (sbr. Hrolfs sögu
kraka, Egils s. ok Ásmundar, Hálfdanar s. Brönufóstra).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free