- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
297

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - J.: Anmälan av Storm: Islandske Annaler indtil 1578

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Islandske Annaler. 297

annálar (Ann. reg.) og Gottskálksannáll, en um sama leyti hafi
verið tvö íslenzk annála handrit í Noregi, annað frumrit Höyersannála og hafi það; verið í Björgvín, en hitt "Islansk Chronologia"
sú, sem Peder Claussön notaði í ýmsum ritum og sem Absalon
Pedersön hafi tekið ágrip af í "Norges Beskriffuelse" 1567, og
kveður Storm það handrit hafa verið í Stafangri. Frá þessu
handriti kveður hann munu stafa kynning hinna dönsku sagnaritara
Vedels og Hvitfelds vid íslenzka annála áður en þeir þektu rit
Arngríms. Hinn fyrsti sagnaritari Dana, er nokkra beina kynningu
hafi haft af íslenzkum annálum, segir Storm hafi verid Claus Christoffersen Lyscander, þó það megi þykja firnum sæta. Hann segir
menn muni ekki þurfa að rýna leingi í hans ankringislegu Grænlands kroniku (1608) til þess að ganga úr skugga um, að hann hafi
verid kunnugri enda smámunum á Íslandi, en nökkur landa hans
áður, þrátt fyrir alt hans þrugl og þvætting; hann nefni eldfjöll
eins og "Knappefælds juckel" og "Trollediung", segi frá Heklugosum og árfæri þau, viti um hafís við strendur Íslands einnig með
ártölum o. s. frv. og í stuttu máli verði maður að álíta, að hann
hafi gluggað dálítið í einhvern íslenzkan annál. Því næst skýrir
útg. fyrst frá annálaritan norðanlands á dögum Guðbrands biskups
og Þorláks biskups, en þar eptir kemr langur kafli um annálarit
syðra, einkum um annála harmóníu séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti fyrir Brynjólf biskup og þær annála syrpur, sem frá
henni eru komnar, og svo um aðra annála,, og er þetta alt næsta
fróðlegt, en þó er eg ekki viss um að hér sé sópað eins greipum
um alt eins og utgefandinn annars er vanur að gera, og hygg eg
vera til fleiri annálasamsteypur en þær, sem hér eru nefndar, sem
eldri eru en Arni Magnússon eða að minsta kosti honum samtída.
Sem dæmi má nefna annál Gísla Þorkelssonar á Setbergi vid Hafnarfjörð, sem eg finn hvergi hér nefndan og sem nær frá 1200-
1712 og til er enn í eiginhandarriti. Enn þess ber og að geta að
útg. hefir hér haft fyrirvara og skotið frekari rannsókn í þessa átt
til annara, er kynnu að vilja eiga við það (bls. LXXXIII).

Viðvíkjandi annálaritan nyrdra og glötuðum annála handritum,
sem þar hafa verid til í lok 16. aldar (frumannállinn að Gottskálksannál er t. a. m. týndur) má geta þess ad hinn alkunni höfðingsmaður Gunnar Gíslason á Víðivöllum (f. 1528, d. 8. Augúst 1605),
bróðir Árna á Hlíðarenda, sýnist annað hvort að hafa ritað annála
eða átt annálabók eptir aðra, svo framarlega sem nokkuð er að
marka Jón Guðmundsson lærða. Hann getur þessara annála, þar
sem hann er að drabba um Fjár-Odd, og farast honum svo orð:

"Suo er talad þesse same Fiär Oddur hafe enn j þridia sinn
geinged á fiall vpp og komed þá j Bigdena med tuo hesta Bäda
bleika ad lit. Þä sagdist hann sogt hafa i ädurtiedann dal. og þa
bada hesta eignadist Gunnar bonde Gijslason sem þä sat ä Storu
0krum i Skagafirdi o[g] i hannz annalz bok er ad lesa þesza fräsögu".
(Stockholm. Nr. 64. Fol. á pappír bls. 94).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0301.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free