- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
298

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - J.: Anmälan av Storm: Islandske Annaler indtil 1578

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

298 J.

Af þessu er helzt að ráða að Gunnar hafi sjálfur ritað
annálasyrpu, en eptir sögn Jóns ætti hún að hafa verið kreddublandin
kerlingabók.

Seinasti hluti formálans er um aldur og uppruna hinna
íslenzku annála, Um þetta efni man eg ekki að neitt hafi að marki
verið ritað fyr, nema hvað Björn á Skarðsá hélt að þeir hefðu
upptök sín á 12. öld og vildi eigna þau Sæmundi fróða. Þessu
trúdu menn á 17. öld og alla 18 öld og víst miklu leingur, og
ekki glámskygnari maður en Langebek var á sama máli. Enn hér
kemur prófessor Storm nú fram með alveg nýja skoðan, sem hann
styður með mörgum rökum, en hún er sú að íslenzk annálaritan
muni ekki eiga upptök sín mörgum árum fyrir lok 13. aldar,
Byggir hann það meðal annars á því, að þeir, sem á 12. öld geti
um íslenzkar ritgerðir, nefni aldrei annála, að í íslenzkum sögum
sé á 12. og 13. öld eigi jafnaðarlega ártöl né neinn árbókablær, og
að hin elztu annálahandrit sé ekki eldri en frá byrjun 14 aldar.
Þar á móti taki menn á 14. öld að smella annálagreinum inn í
sagnarit af öðru tagi.

Að lyktum er langur og fróðlegur pistill um tímatal annálanna
og aðaluppsprettu þeirra, og kveður útg. þá alla hafa sameiginlegt
tímatalsskipulag (chronologisk system) og alla vaxa af einni rót og
sé í þeim öllum heilir kaflar, sem sé að öllu samhljóða. Undirstaða
tímatals þeirra er páskataflan. En aðalfyrirmynd þeirra og grundvöllur eru latínskar kronikur og annálar, Petrus Comestors Historia
scholastica og svo ýms sagnarit einstakra landa o. s. frv.

Um texta annálanna sjálfra hef eg ekki mikið að segja og hef
heldur ekki lesið hann orð fyrir orð, en hann sýnir sig bezt sjálfur
og eins það að útgefandinn hefir ekki verið sérhlífinn, heldur
valið einmitt þann örðugasta og tafsamasta, en undir eins þann
fullkomnasta veg, sem er að prenta stafrétt alt, þar sem það voru
tiltök. Eg hef reyndar rekið mig á einstaka prentvillur, sem ekki
hafa verið leidréttar, en þeim, sem eg hef tekið eptir er flestum
svo varið að þær liggja í augum uppi og eru ekki til neins verulegs baga. Sem dæmi get eg nefnt fáeinar bls. 285 18. n. alla
manna = allra manna; bls. 286 14. n. sem sen var, á líkl. að vera:
sem van var; s. bls. 1. 7. n. Nonus Guttormssonar j Huamme, er
undarlegt ef það á svo að vera; ætli það eigi ekki að vera Jonns
Guttormssonar o. s. frv.? bls. 287 12. o. minntuust, mundi ekki eiga
að vera: minntust? s. bls. 1. 1,7. n. Vilchims, mundi eiga að vera
Vilchins, en slíkt sjá allir. Á bls. 288 .1. 3-5. o. virðist vanta
eitthvað í. Þar stendur: þvi hann sagdi þa fyrsto messo er hann
til landzins jn exulltatione (r.: exalltatione) sancte crucis sem fyrr
seigir. Setningin á líklega að vera svo: þvi hann sagdi þa fyrsto
messo er hann kom til landzins o. s. frv. eins og í Árnanefndarútgáfunni. Á bls. 376 9. n. araps, mun eiga að vera draps, og svo er
um mart fleira smávegis.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0302.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free